Login Tools

Lærðu að hlaupa á léttari máta með Smart Motion Running tækninni

E-mail Print PDF

Hlaupastílsnámskeiðin eru jafnt fyrir algjöra byrjendur sem þaulvana hlaupara sem vilja laga til hlaupatækni sína. Þú ert hvorki að hlaupa langt né mikið á hlaupastíls námskeiði og allt eftir getu hvers og eins. Á námskeiðinu ertu að læra hvernig þú getur hlaupið lengra með minna álagi.


Hlaupastílsnámskeiðin hjálpa ekki síður fólki í yfirvigt að hlaupa á léttari máta, og þar með verða hlaupin skemmtilegri. 

- Þú ert tekin upp á video á námskeiðinu til að skoða þig hlaupa og læra af. 
- Þú færð video á réttum hraða, einnig myndskeið spiluð hægar svo þú sérð hreyfingar þínar enn betur. 
- Þú færð sendar skýringarmyndir og video af hlaupurum að hlaup vel á jafnsléttu, upp og niður brekkur. 
- Þú færð sendar leiðbeiningar um hlaupastílinn til að fara eftir í framhaldinu. 
- Þú færð senda tilbúna "hlaupa" takta sem þú getur sett í ipod / MP3 spilara eða jafnvel í símann þinn. 
- Þú færð sent lesefni um: upphitun, niðurkeyrslu, teygjur og styrktaræfingar.

 

Sendu fyrirspurn eða skráðu þig á námskeið með því að senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it

 

 

Ert þú með verki þegar þú ert að hlaupa?

- verkur í hné?

- verkur í mjöðm?

- verkur í ökkla?

- verkur í mjóbaki?

- verkur í fótlegg, ertu með beinhimnubólgu?

- stífir kálfar? Lærðu að slaka betur á meðan þú ert að hlaupa

 

Komdu á Smart Motion hlaupastílsnámskeið


Þar lærir þú...
- að hlaupa með minni áreynslu?
- að hlaupa með minna álagi á ökkla, hné, mjaðmir og mjóbak?
- náttúruleg hlaupatækni sem minnkar líkur á meiðslum?


Lærið hvernig hlaup, brekkuhlaup, víðavangshlaup, fjallahlaup verða skemmtilegra þegar þú hefur lært að framkvæma þessi hlaup á léttari máta en áður.

Þátttakendur á námskeiðunum hlaupa aðeins eftir getu hvers og eins.

Byrjendur, hafið ekki áhyggjur, því á námskeiðinu erum við að læra hvernig við getum hlaupið með léttari aðferðum. Þið getið væntanlega hlaupið lengra fljótlega eftir námskeiðið.


Þátttakendur eru teknir upp á video á námskeiðinu og fá sendan link á ákveðnum ómerktum stað á netinu til að skoða ykkur sjálf hlaupa og læra af.
- video af réttum hraða,
- einnig myndskeið spiluð hægar, svo þið sjáið hreyfingar ykkar enn betur.
- skýringarmyndir og video af öðrum hlaupurum að framkvæma hlaup vel á jafnsléttu, upp og niður brekkur.
- tilbúna "hlaupa" takta sem þið getið sett í ipod / MP3 spilara eða jafnvel í símann ykkar.

Þátttakendur fá lesefni á email:
- um hlaupastíls tæknina
- um léttari brekkuhlaup
- um mikilvægi góðrar upphitunar, niðurkeyrslu, teygjur, og hvernig hvíld er sett inn í æfingaplön svo fólk fari ekki í ofþjálfun
- myndefni um æfingar til að styrkja miðjuna

 

Skráning, þú sendir tölvupóst á  smari.josafats at simnet.is  og skráir þig.

 


Fyrir hverja eru hlaupastílsnámskeiðin?
- Byrjendur sem vilja læra að fara rétt af stað
- Hlaupara sem vilja bæta hlaupatækni sína
- Hlaupara sem hafa meiðst og vilja læra léttari tækni til að meiðast síður aftur
- Knattspyrnumenn. Með léttari hlaupastíl getur leikmaður sparað orku hluta leiktímans þegar viðkomandi er að hlaupa í stöður og svæði án bolta. Hver vill ekki vera með kollinn í lagi þegar virkilega þarf á að halda undir lok leiks? Sem getur haft úrslita áhrif á leikinn.
- Einstaklinga sem vilja getið hlaupið og vilja byrja sinn hlaupaferil á léttari máta.

Viðkomandi þarf ekki að hafa hlaupið áður, aðeins að vilja getað hlaupið.

Klæðnaður eftir veðri. Betra er að vera of mikið klæddur og fækka þá fötum ef veður leyfir.
Hlaupaskór eða þægilegir íþróttaskór.

Í dag er aðeins boðið upp á námskeið sem er ein mæting og hvert námskeið tekur um tvær klukkustundir.

Áður fyrr voru sum námskeiðin tvískipt svo látið textana í "Umsögnum" ekki rugla ykkur þegar fólk er að tala um "seinni tímann" eða "framhaldsnámskeið".


Skoðið staðsetningu fyrir hvert og eitt námskeið.

Oftast: Árbær / Elliðaárdalur / Kórinn, sjá lýsingu á hverju námskeiði fyrir sig.

http://ja.is/kort/?q=%C3%81rb%C3%A6jarlaug%2C%20Fylkisvegi%209&x=363864&y=404099&z=9&type=map


Smart Motion leiðbeinandi hvers námskeiðs kemur fram í lýsingu námskeiðsins.


Upplýsingar: Smári Jósafatsson í síma 896 2300


Allur réttur áskilinn til breytinga án fyrirvara.