Login Tools
Ummæli um Smart motion hlaupastíls námskeið

Mér var fyrst bent á að nýta mér hlaupaþjálfun til að reyna að bæta snerpu og hraða í fótbolta og hafði því samband við Smára hjá Smart Motion en hann hjálpaði mér í þeim efnum en þó sérstaklega lærði ég að nýta orkuna betur. Það sem hafði verið að hrjá mig bæði í leikjum og á æfingum var að ég varð þreyttur í löppunum snemma og mjög aumur í vöðvunum eftir ströng hlaup einnig var ég búin að glíma við beinhimnubólgu en öll eymsli og bólgur hurfu eftir að ég náði tökum á Smart Motion hlaupastílnum og núna get ég æft oftar og af meiri krafti án þess að óttast álagsmeiðsli.

 

Ívar Örn Jónsson

Smart motion hefur hjálpað mér mikið til að spara orku þegar ég hleyp. Ég næ nú að lenda nánast undir þyngdarpunktinum mínum í staðin fyrir að lenda fyrir framan mig og bremsa mig af í hverju skrefi.

Ég hef orðið vitni að því að sjá fjölda hlaupara breyta nánast algjörlega um stíl með breyttu og bættu niðurstígi og þar af leiðandi minni álag á hné og bak.

Virkilega gaman að sjá hversu margir fara úr því að vera „brotnir“ og „þungstígir“ hlauparar í það að verða uppréttir og létt stígandi eftir Smart Motion hlaupastílsnámskeið.

Þorbergur Ingi Jónsson

Ég náði mínum takmörkum í mínu fyrsta 10km hlaupi í Reykjavíkur maraþoninu um helgina

Komst lifandi í mark.

Hljóp alla leið.

Náði tíma undir 60 mín(Flögutími 58,49)

Að auki náði ég síðasta KM á undir 5 mín(4,59) var góður í fótunum í gær og fann ekki svo mikið fyrir þessu.

Kærar þakkir fyrir gott námskeið.

Freyr Ketilsson

Ég var afslöppuð allan tímann og naut þess að hlaupa ... og ég hefði aldrei getað hlaupið svona ef ég hefði ekki komið á Smart Motion hlaupastílsnámskeið til þín :) Skv endomondo var ég 2.55 mín. með mitt fyrsta hálft maraþon. Ég er mjög sátt og glöð og ætla pottþétt aftur að ári.

Kolbrún Jónsdóttir

“Ég hef stundað útihlaup um alllangt skeið og eru þau aðal líkamsrækt mín.
Ég sá auglýsingu frá SmartMotion og ákvað að slá til. Ég sé ekki eftir því.

Raunar er óhætt að fullyrða að peningunum mínum hafi aldrei verið jafn vel varið.

“Ég komst að mörgu á hlaupanámskeiðinu hjá Smára, m.a. að fara út að hlaupa felst ekki bara í að reima á sig hlaupaskóna, bora tánum í jörðina og stökkva af stað.
Öðru nær. Ég komst einnig að ástæðu þess hversu illa mér gekk að halda í við eiginmanninn þegar við förum út að hlaupa saman, þrátt fyrir að við værum að hlaupa jafnhratt og jafnlangt og þegar ég æfði ein.
Það heyrir sögunni til núna eftir að ég sótti námskeiðið :-)

Skemmst er frá því að greina að á þessum fjóru stuttu vikum síðan ég fór á hlaupanámskeiðið hef ég aldrei náð jafn feikilega góðum árangri.

Útihlaupin eru orðin miklu auðveldari, meðalhraði minn í skokktúrum hefur tekið stökkbreytingum og ég hef aldrei farið jafn létt með að hlaupa hvort sem það er niður á móti, upp á móti eða á jafnsléttu. Með þessari nýju frábæru tækni sem ég lærði að tileinka mér á námskeiðinu má segja að ég fljúgi hreinlega áfram!

Á námskeiðinu er ítarlega farið yfir líkamsbeitingu við hlaup, s.s. til að lágmarka álag á bak, mjóbak, hné og ökkla. Þetta eru grundvallaratriði sem allir verða að þekkja hvort sem þeir eru byrjendur, forfallnir maraþonhlauparar, útihlauparar eins og ég eða láta sér nægja hlaupabrettið í líkamsræktarstöðinni.

Hlaupanámskeið SmartMotion fær mín allra allra bestu meðmæli og ættu allir, sem mögulega geta, að skella sér.“

Besta kveðja, Alma

Mig langaði bara til að fá að þakka fyrir frábært námskeið!

Þessi hlaupastíll hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið, mér finnst mjög gaman að hlaupa úti en var farin að finna verulega til í hnjánum í fyrrasumar.
Eftir námskeiðið hjá þér í fyrra hef ég bara farið mjög stutt hlaup en alltaf hugsað mikið um stílinn og æft mig í að hlaupa á þennan hátt.
Núna í sumar fór ég að þora að hlaupa lengra og meira að segja bætti tímann minn! Ég finn mjög mikinn mun eftir að hafa lært þessa tækni!

Kærar þakkir!

Guðný

Október 2012

Ég kom á námskeið fyrir rúmu ári með Tinnu konunni minni og hafði þá varla hlaupið neitt nema einu sinni í Reykjavíkurmaraþoni 10 km. á rúmlega 70 mínútum.
Eftir námskeiðið fór ég smám saman að trimma, í hlaupahóp hjá Mörthu Ernstdóttur og hljóp aftur 10 km. fór á rúmum 60 mínútum.
það er samt ekki aðal málið heldur að ég var smeykur við að byrja yfirleitt þar sem ég var tæp 110 kíló.
Tilsögnin í smart motion gerði mér kleift að byrja og geta hlaupið án (teljandi) verkja í liðum og fótum.
Ég hef oft sagt frá þessu en margir eru skeptískir sérstaklega þeir sem eru í þessum þyngdarflokki, en ég hef sjálfur mikla trú á þessari aðferð.

Kv. Bjarni Þorbergsson

"Mér gengur vel að nota þessa hlaupaaðferð. Það sem hefur breyst hjá mér eftir námskeiðið er að nú er ég laus við verki í kálfum, nára, yljum o.s.frv. eins og ég var að berjast við áður."

Sigurður Grímsson

Hæ Smári - langar bara að segja þér enn og aftur hvað Smart Motion er mikil snilld...
ég er að byrja hlaupa aftur eftir næstum 2 ára hlé (ólétta með mikilli grindargliðnun á meðgöngu og eftir meðgönguna hamlaði mér)
og öll tæknin í hlaupastílnum bara kemur mér lengra og lengra með hverjum degi !
Takk fyrir mig ♥
Svanhvít Aradóttir

ég hljóp í morgun 12km leið í vinnu án þess að finna nokkuð til í hnjám sem hefur verið að hrjá mig frá því ég byrjaði að hlaupa. Einnig fór ég á ágætis tíma án þess að mæðast.

Takk fyrir mig.

  • «
  •  Start 
  •  Prev 
  •  1 
  •  2 
  •  Next 
  •  End 
  • »
Page 1 of 2