Login Tools

Bjarni Þorbergsson

Ég kom á námskeið fyrir rúmu ári með Tinnu konunni minni og hafði þá varla hlaupið neitt nema einu sinni í Reykjavíkurmaraþoni 10 km. á rúmlega 70 mínútum.
Eftir námskeiðið fór ég smám saman að trimma, í hlaupahóp hjá Mörthu Ernstdóttur og hljóp aftur 10 km. fór á rúmum 60 mínútum.
það er samt ekki aðal málið heldur að ég var smeykur við að byrja yfirleitt þar sem ég var tæp 110 kíló.
Tilsögnin í smart motion gerði mér kleift að byrja og geta hlaupið án (teljandi) verkja í liðum og fótum.
Ég hef oft sagt frá þessu en margir eru skeptískir sérstaklega þeir sem eru í þessum þyngdarflokki, en ég hef sjálfur mikla trú á þessari aðferð.

Kv. Bjarni Þorbergsson