Login Tools

Alma Rún R. Thorarensen

“Ég hef stundað útihlaup um alllangt skeið og eru þau aðal líkamsrækt mín.
Ég sá auglýsingu frá SmartMotion og ákvað að slá til. Ég sé ekki eftir því.

Raunar er óhætt að fullyrða að peningunum mínum hafi aldrei verið jafn vel varið.

“Ég komst að mörgu á hlaupanámskeiðinu hjá Smára, m.a. að fara út að hlaupa felst ekki bara í að reima á sig hlaupaskóna, bora tánum í jörðina og stökkva af stað.
Öðru nær. Ég komst einnig að ástæðu þess hversu illa mér gekk að halda í við eiginmanninn þegar við förum út að hlaupa saman, þrátt fyrir að við værum að hlaupa jafnhratt og jafnlangt og þegar ég æfði ein.
Það heyrir sögunni til núna eftir að ég sótti námskeiðið :-)

Skemmst er frá því að greina að á þessum fjóru stuttu vikum síðan ég fór á hlaupanámskeiðið hef ég aldrei náð jafn feikilega góðum árangri.

Útihlaupin eru orðin miklu auðveldari, meðalhraði minn í skokktúrum hefur tekið stökkbreytingum og ég hef aldrei farið jafn létt með að hlaupa hvort sem það er niður á móti, upp á móti eða á jafnsléttu. Með þessari nýju frábæru tækni sem ég lærði að tileinka mér á námskeiðinu má segja að ég fljúgi hreinlega áfram!

Á námskeiðinu er ítarlega farið yfir líkamsbeitingu við hlaup, s.s. til að lágmarka álag á bak, mjóbak, hné og ökkla. Þetta eru grundvallaratriði sem allir verða að þekkja hvort sem þeir eru byrjendur, forfallnir maraþonhlauparar, útihlauparar eins og ég eða láta sér nægja hlaupabrettið í líkamsræktarstöðinni.

Hlaupanámskeið SmartMotion fær mín allra allra bestu meðmæli og ættu allir, sem mögulega geta, að skella sér.“

Besta kveðja, Alma