Login Tools
Ummæli um Smart motion hlaupastíls námskeið

“Sæll, Takk fyrir síðast.
Ég fór yfir Svínaskarð um helgina og hljóp meirihlutann af leiðinni. Leiðin er töluvert ójöfn og grýtt, en með því að halla mér fram og lenda undir mér voru ójöfnurnar aldrei til vandræða og ég missteig mig sárasjaldan. Í allt var leiðin úr Kjósinni niður að Gljúfrasteini rúmir 17km, sem er það lengsta sem ég hef farið í meira en ár. Ég finn ekki fyrir neinu í hnjánum og kálfarnir eru fínir. Ég er semsagt kominn í gang aftur eftir langt hlé. Ég hætti vegna stanslausra verkja í hnjánum eftir hlaupin, en þeir eru horfnir! Ég þakka það nýja hlaupastílnum sem ég lærði hjá þér.
Þakka þér kærlega fyrir. “
Kveðja, Ólafur Stefánsson

"Frábært námskeið sem skilaði ótrúlegum árangri. Hleyp nú miklu betur með mjúkann, léttan stíl en meiri hraða þrátt fyrir minni áreynslu. Mest um vert er samt að meiðsl og harðsperrur eru úr sögunni.
Takk fyrir góða og örugga leiðsögn.
Sigurður Júlíusson"

Eftir að ég fór að æfa hlaup af einhverri alvöru fór ég að velta fyrir mér hversvegna ekki væru gerðar
stílæfingar í mínum hlaupahóp. Ég átti dóttur sem æfði frjálsar og hún var endalaust í einhverjum
fyndnum sprettum. Sparka í rass. Hné upp að höku. Stór skref. Framstig......

Page 2 of 2